Logo Contact us

Aðstaðan

Í Hljómahöll er fullkomin aðstaða fyrir hvers konar viðburðahald af öllum stærðum og gerðum. Húsið býr yfir fullkomnu myndkerfi og framúrskarandi hljóðkerfum. Hægt er að leigja sali sem henta undir tónleika, dansleiki, fundi, afmæli brúðkaup o.s.frv. Salirnir eru Stapi, Merkines (minni salurinn inn af Stapa), Berg sem er fullkomin tónleika- og ráðstefnusalur, Rokksafn Íslands og Félagsbíó. Allar fyrirspurnir skulu sendast á info@hljomaholl.is.

Stapi

Hið sögufræga félagsheimili Stapi er stærsti salur Hljómahallar og getur tekið allt að 900 gesti á standandi tónleikum og dansleikjum. Stapi tekur allt að 400 gesti í sæti (leikhúsuppröðun) og þar af eru rúmlega 100 sæti á svölum. Þá getur salurinn tekið allt að 450 manns í borðhald og þá er salurinn framlengdur með því að opna yfir í Merkines-salinn.

Berg

Berg er kjörinn salur fyrir tónleika, fundi og ráðstefnur. Berg býr yfir fullkomnu hljóðkerfi, skjávarpa og tjaldi.

Merkines

Salurinn Merkines er skírður eftir fæðingarstað Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna í Höfnum. Hann hentar vel undir viðburði s.s. fermingarveislur, afmæli, fundi o.s.frv. Merkines virkar einnig sem framlenging á Stapanum en það getur komið sér vel ef um stórt borðhald er að ræða eða stóran dansleik.

Félagsbíó

Félagsbíó er afar flottur salur í þægilegri stærð með flottum sætum. Salurinn er skírður í höfuðið á kvikmyndahúsi sem var lengi vel starfrækt í Keflavík.

Hafðu samband til að panta eða leigja sal