Logo Contact us

Eiríkur Árni Sigtryggsson tónskáld 75 ára

Hátíðartónleikar

Í tilefni af 75 ára afmæli Eiríks Árna Sigtryggssonar, tónskálds, verða Hátíðartónleikar í
Bergi, Hljómahöll, laugardaginn 29. september kl.14.00. Markmiðið með tónleikunum er að
heiðra Eirík Árna og þakka honum fyrir störf hans í áratugi í þágu tónlistarmenningar og
tónlistarmenntunar í bæjarfélaginu.

Eiríkur Árni er fæddur í Keflavík 1943. Hann er tónlistarkennari, tónskáld og myndlistarmaður
og starfaði sem slíkur erlendis um langt árabil. Eiríkur hefur síðari hluta ævi sinnar búið í
Reykjanesbæ og starfað þar og í Grindavík, m.a. við tónlistarkennslu.

Eiríkur Árni er afkastamikill listamaður bæði á sviði tónsmíða og myndlistar og hafa mörg
tónverka hans verið flutt hérlendis sem erlendis, allt frá einleiks-/einsöngsverkum til
hljómsveitar- og kórverka. M.a. hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutt verk eftir Eirík, ýmsir
kammerhópar, kórar, einleikarar og einsöngvarar. Hann hefur átt verk á tónlistarhátíðinni
"Myrkir músíkdagar" og fyrr á þessu ári var verk hans "Lútherskantata" frumflutt afSinfóníuhljómsveit áhugamanna, kirkjukórum í Kjalarnesprófastsdæmi og einsöngvurum.

Efnisskrá tónleikanna í Bergi þann 29. september, samanstendur af tónlist eftir Eirík Árna og
er um að ræða einleiks- og einsöngstónlist, kórtónlist og kammertónlist af ýmsum toga og er
um frumflutning sumra verkanna að ræða.

Suðurnesjamönnum gefst hér kostur á að sækja tónleika sem eru tileinkaðir einu helsta
tónskáldi svæðisins. Tónlist Eiríks sem flutt verður á tónleikunum, er af ýmsum toga eins og
áður hefur komið fram, bæði einleiksverk, einsöngsverk, einsöngslög, samleiksverk og
kórtónlist.

Flytjendur eru nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar á sviði klassískrar tónlistar, en
það eru píanóleikararnir Helga Bryndís Magnúsdóttir og Kristján Karl Bragason,
einsöngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Dagný Þórunn Jónsdóttir og strengjakvartett, en
hann skipa Sigrún Eðvaldsdóttir, Vera Panitch, Þórarinn Már Baldursson og Sigurgeir
Agnarsson. Einnig mun Kvennakór Suðurnesja koma fram undir stjórn Dagnýjar Þórunnar
Jónsdóttur, en meðleikari kórsins er Geirþrúður Fanney Bogadóttir.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarráði Reykjanesbæjar og Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

-

Miðaverð:

Kr. 3000