Logo Contact us

Louis Cole ásamt Chris Fishman og Nate Wood + Genevieve Artadi

Louis Cole snýr aftur til Íslands!

Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 2. september næstkomandi en hann kom síðast til landsins í febrúar 2019 og hélt tónleika í Hljómahöll við góðan orðstýr.
Á tónleikunum kemur Louis Cole fram ásamt tónlistarmönnunum Chris Fishman og Nate Wood auk þess sem tónlistarkonan Genevieve Artadi kemur einnig fram.
Louis Cole kemur frá Los Angeles og er mikið hæfileikabúnt. Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa en sjón er sögu ríkari. Myndböndin, sem einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017.Louis Cole er með mörg járn í eldinum en hann er einnig annar meðlimur hljómsveitarinnar KNOWER sem nýtur mikilla vinsælda og þá sérstaklega á YouTube fyrir myndbönd sín. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri.Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst 2018 og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit.
Tónleikarnir fara fram fimmtudagskvöldið 2. september og hefjast kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:00.
Boðið er upp á rútuferðir á tónleikana frá Reykjavík. Rútan fer frá N1 við Hringbraut (Hringbraut 12, 101 Reykjavík) til Hljómahallar kl. 18:30 og fer aftur til Reykjavíkur um leið og tónleikunum lýkur. Miðaverð fyrir báðar ferðir er 3.000 kr. á mann. Rúturnar eru merktar BUS4U.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapi

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 5900