Logo Contact us

Merkines

Salurinn Merkines er nefndur eftir fæðingarstað Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmssonar í Höfnum. Hann hentar vel undir viðburði s.s. fermingarveislur, afmæli, fundi o.s.frv. Salur getur tekið allt að 120 manns í borðhald en hentar þó vel fyrir 40-50 manna samkomur og allt þess á milli.

Merkines virkar einnig sem framlenging á Stapanum en það getur komið sér vel ef um stórt borðhald í Stapa er að ræða eða stóran dansleik.

Myndin hér að ofan er 360° mynd. Notið músarbendilinn til að skoða salinn í heild sinni. Einnig er hægt að þysja inn og út. Ef farið er með músarbendilinn yfir Hljómahallarmerkin sem birtast sjást nöfnin á þeim sölum sem hægt er að skoða næst.