Logo Contact us

Söngvaskáld á Suðurnesjum - Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson, betur þekktur sem Maggi Kjartans, er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur starfað með flestum stærstu hljómsveitum landsins og má þar nefna Óðmenn, Júdas, Trúbrot, Brunaliðið, HLH flokkinn svo fáeinar séu nefndar en hann er jafnframt leikinn textahöfundur auk þess sem hann hefur starfað sem upptökustjóri, útsetjari og lagahöfundur.

Segja má að ferill hans hafi hafist í drengjalúðrasveit Keflavíkur þar sem hann lék á trompet en eftir það var ekki aftur snúið. Hann fór á skólaball „and the rest is history“ eins og sagt er.

Flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson.
Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

-

Miðaverð:

Kr. 3700