Logo Contact us

Synir Rúnars á trúnó

ATH - Tónleikarnir kl. 20:00 eru uppseldir, bætt hefur verið við aukatónleikum sem hefjast kl. 22:30.
 

Sögur um lífið eru tónleikar tileinkaðir tónlistarferli Rúnars Júlíussonar.

Synir Rúnars, Júlíus og Baldur, fara yfir hæðir og lægðir í fjölbreyttum ferli Rúnars þar sem kennir ýmissa grasa. Rúnar reyndi fyrir sér í rokki og róli, kántrí og western, reggí, disco og funk tónlist. Samferðarmenn voru einnig af fjölbreyttara taginu.

Þeim til halds og trausts verður hljómsveit skipuð Bassa Óafssyni á trommur, Inga Birni Ingasyni á bassa og Birki Rafni Gíslasyni á gítar.

Tónleikarnir verða á afmælisdegi Rúnars 13. apríl í Bergi, Hljómahöll og hefjast kl. 20.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

-

Miðaverð:

Kr. 3900