Logo Contact us

Valdimar

-UPPSELT- 
Hin frábæra hljómsveit Valdimar heldur tónleika í Stapa í Hljómahöll þann 30. desember. 

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og mun keflvíska gengið senda frá sér sína þriðju plötu nú í október á þessu ári.

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og opnar húsið kl. 19:00.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapi

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 2500