Logo Contact us

Viðburðahald

Í Hljómahöll er hægt að leigja sali sem henta undir tónleika, dansleiki, fundi, afmæli, brúðkaup o.s.frv. Salirnir eru Stapi, minni salur inn af Stapasalnum, kammersalur, Rokksafn Íslands og bíósalur. Allar fyrirspurnir skulu sendast á info@hljomaholl.is
KYNNINGARMYNDBAND

Árshátíðir, brúðkaup, afmæli, erfidrykkjur o.fl.

Hljómahöll hentar undir viðburði af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það eru stórar eða litlar árshátíðir, afmæli, brúðkaup, erfidrykkjur eða annað. Stapi er stærsti salur Hljómahallar og getur hann tekið allt að 450 manns í borðhald.

Ráðstefnu- og fundarhald

Í Hljómahöll er fullkomin aðstaða til ráðstefnuhalds. Í húsinu er fullkomið mynd- og hljóðkerfi en hægt er að senda bæði hljóð og mynd yfir í alla sali hússins hvaðan sem er. Salir sem henta undir ráðstefnuhald sérstaklega eru Berg, Stapi og Merkines.

Tónleikahald

Hljómahöll hentar einstaklega vel undir tónleikahald af öllum stærðum og gerðum. Hljómahöll býr yfir nýjum og fullkomnum hljóðkerfum auk þess sem búið er að búa um tónleikasali Hljómahallar þannig að hljómburður standist ströngustu kröfur tónlistarmanna.

Hafðu samband til að panta eða leigja sal