Viðburðir
-
Þarf alltaf að vera grín? - JÓLA LIVE SHOW í Hljómahöll
Stapinn
• •Vinirnir og grínistarnir, Tinna, Tryggvi og Ingó í hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? halda í fyrsta skipti JÓLA LIVE SHOW í Hljómahöll - Reykjanesbæ – laugardaginn 2. desember 2023! Þetta verður einstök jólaskemmtun þar sem jólaþríeyki Þarf alltaf að vera grín? mun hringja inn jólin eins og þeim einum er lagið. Sýningin er í boði 66ºNorður ATH 18 ára aldurstakmark Rútuferðir á milli Reykjavíkur og Hljómahallar Í kaupferlinu er boðið upp á að kaupa rútuferðir á milli Reykjavíkur og Hljómahallar.
-
Jólatónleikar Vox Felix
Stapinn
• •Það er komið að hinum árlegu jólatónleikum Vox Felix. Í ár ætlum við að bjóða upp á tvenna tónleika. Tónleikarnir okkar verða haldnir í Hljómahöll, fimmtudaginn 7. desember kl. 18:00 og aðrir kl. 21:00 Við lofum auðvitað miklu jólastuði og stemningu þar sem við munum syngja gömul og ný lög allt undir stjórn Rafns Hlíðkvists.
-
Bubbi Morthens - Þorláksmessutónleikar
Stapinn
• •Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og eru ófáir sem geta ekki hugsað sér aðventuna án þeirra. Tónleikarnir eru merkilegir fyrir þær sakir að þetta verður í 39. sinn sem Bubbi stendur fyrir Þorláksmessutónleikum. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Hótel Borg árið 1985. Þótt staðsetning tónleikana hafi breyst í gegnum tíðina má alltaf stóla á það að Bubbi mæti með gítarinn og perlar sín þekktustu lög á kvöldsins festi og rýnir í samtímann af sinni einstöku snilld.
-
Ari Eldjárn: Áramótaskop 2023
Stapinn
• •Sem fyrr kveður Ari Eldjárn árið sem er að líða með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni Áramótaskop! Ari er einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur auk þess getið sér góðs orðs víða erlendis fyrir gamansýningar sínar. Árið 2020 varð hann fyrsti íslenski skemmtikrafturinn til að fá gamansýningu tekna til sýninga hjá bandarísku streymisveitunni Netflix en þætti hans Pardon my Icelandic var dreift á heimsvísu til fleiri milljóna áhorfenda og vakti mikla athygli. Pardon my Icelandic vann Edduna árið 2021 fyrir skemmtiþátt ársins. Þetta er í sjöunda sinn sem þessi geysivinsæla sýning Ara er sett á svið en eins og fyrri ár, seldust allar sýningar upp í fyrra. Um 20.000 manns mættu á sýningar víðsvegar um landið til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti í bland við annað efni. Ekki missa af þessu einstaka Áramótaskopi!
-
Eyþór Ingi - Hátíðartónleikar í Hljómahöll
Stapinn
• •Hátíðartónleikar Eyþórs hafa fengið frábærar viðtökur um land allt síðustu ár. Hér er á ferðinni létt og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór Ingi kemur fram með húmorinn, píanóið og gítarinn að vopni. Sérstakir gestir verða með Eyþóri í Hljómahöll en honum til halds og trausts verður Karlakór Keflavíkur. Hátíðartónleikar Eyþórs Inga einkennast af einstakri blöndu hugljúfra tóna, gríni og jafnvel eftirhermum. Það er klárt mál að ADHD hefur aldrei verið skemmtilegra. Síðast seldist upp hratt og færri komust að en vildu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Tryggðu þér og þínum miða!
-
Valdimar - Áramótatónleikar
Stapinn
• •Loksins, loksins, loksins, loksins er komið aftur að hinum margrómuðu Áramótatónleikum hljómsveitarinnar Valdimar. Þennan árvissa viðburð þekkir Suðurnesjafólk vel og því óþarfi að fara út í smáatriði. Það eina sem þarf að hafa hugfast er að þetta verður ROSALEGT!