Logo Contact us

John Grant í Hljómahöll (AFLÝST)

-ATH- Okkur þykir leitt að tilkynna að vegna ófyrirséðra aðstæðna í tengslum við ferðatilhögun hljómsveitarinnar þá verðum við að aflýsa tónleikum John Grant sem fara áttu fram þann 23. október næstkomandi. Við lifum á skrítnum tímum og það er ljóst að ferðalög tónlistarmanna um heiminn eru talsvert flóknari en þau voru áður. Stefnt er að því að halda tónleika á vormánuðum ef aðstæður breytast til hins betra sem allt stefnir í. Allir keyptir miðar verða endurgreiddir inn á kort viðkomandi kaupanda.

Með vinsemd og virðingu,

Hljómahöll

 

----------------

 

Það er sannur heiður að segja frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn John Grant kemur fram á tónleikum í Hljómahöll þann 23. október.

John Grant hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi árið 2011 og í fram­hald­inu tók hann ást­fóstri við land og þjóð.

Þann 25. júní síðastliðinn gaf John út sína fimmtu breiðskífu sem ber heitið Boy from Michigan. Platan er pródúseruð af Cate Le Bon sem kom fram í Hljómahöll árið 2019.
John Grant hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til BRIT-verðlaunanna sem besti alþjóðlegi karlsöngvarinn, platan hans Queen of Denmark var valin besta plata ársins af Mojo o.s.frv. Grant hefur vakið eftirtekt fyrir einlæga og grípandi sviðsframkomu og þykja tónleikar hans mjög eftirminnilegir.

Tónleikarnir fara fram þann 23. október kl. 20:00. Aðeins verður selt í númeruð sæti og er takmarkað magn miða í boði.

Miðasala hefst miðvikudaginn 1. september kl. 13:00 á tix.is.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapinn

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 6900