Logo Contact us

Midnight Librarian

Hljómsveitin Midnight Librarian heldur tónleika í Hljómahöll þann 26. ágúst kl. 20:00.
Á tónleikunum tekur hljómsveitin lög af plötunni sinni í bland við nýtt efni og eitthvað sem allir þekkja. Öllu verður til tjaldað, nýjar og stærri útsetningar af lögum, strengjasveit, brass og bakraddir til stuðnings og fleira.

Tryggið ykkur miða á þessa stórtónleika, þið viljið ekki missa af þessu.
Midnight Librarian er 8 manna hljómsveit af Suðurnesjum (mestmegnis) sem kom formlega fram undir því nafni 2021 með útgáfu fyrstu plötu hljómsveitarinnar, From Birth til Breakfast. Tvennir útgáfutónleikar voru settir upp og seldist upp á þá báða auk þess sem lagið Funky Fresh komst á A-lista Rásar 2.

Hljómsveitin hefur síðan gefið frá sér eitt nýtt lag á árinu, In my lane, í tveimur útgáfum, bæði studio og live útgáfu með stærra bandi.
Tónlist hljómsveitarinnar er fjölbreytt en má lýsa sem einhverskonar popp, funk, rnb og jazz blöndu.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 4990