
10 ára afmæli Hljómahallar
Í tilefni af 10 ára afmæli Hljómahallar er þér boðið í afmælisveislu laugardaginn 6. apríl á milli kl. 14-17.
Gestir munu geta notið lifandi tónlistar víðs vegar um húsið, skoðað Rokksafn Íslands og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Á meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar, Bríet, Fríða Dís, Friðrik Dór, Drottningin sem kunni allt nema... og frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma fram Léttsveitin, bjöllukórar, hljómsveitir úr rytmísku deild, nemendur úr söngdeild og margt fleira. Vínylplötumarkaður verður á staðnum.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, flytur afmælisávarp kl. 14:00.
Léttar veitingar í boði.
Nánari útlistun þeirra listamanna sem koma fram og tímasetningar verða birtar hér þegar nær dregur.
Öll velkomin!
Dagskrá 10 ára afmælis Hljómahallar laugardaginn 6. apríl:
Við viljum vekja sérstaklega athygli á því að barnadagskrá hefst kl. 11:00 í Stapa þegar leikritið Drottningin sem kunni allt nema... verður flutt. Bambalína drottning kann allt! Nema kannski eitt. Hvað ætli það sé? Kannski kemur það í ljós daginn sem hún þeysir á hestvagninum sínum til að opna nýja leikskólann (ef hún nær þangað á réttum tíma). Leikarar: Halla Karen Guðjónsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Gunnar Helgason. Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir.
Afmælisdagskrá heldur svo áfram um kl. 14 og stendur til um 17:00.
Rokksafn Íslands - dagskrá:
13:45 - STÓRSVEIT TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR
14:00 - KJARTAN MÁR KJARTANSSON - AFMÆLISÁVARP
14:20, 15:00, 15:40 OG 16:00 - ATRIÐI FRÁ ROKKSVEITUM TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR
Berg - dagskrá
14:40 - BJÖLLUKÓR TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR
15:20 - GÍTARSVEIT C & BJÖLLUKÓR T.R. YNGRI
16:00 - SÖNGDEILD TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR O.FL.
Stapi - dagskrá
11:00 - DROTTNINGIN SEM KUNNI ALLT NEMA...
15:00 - BRÍET
15:40 - FRIÐRIK DÓR
16:40 - FRÍÐA DÍS
17:00 - PÁLL ÓSKAR
Efri hæð Rokksafns Íslands - dagskrá
14:00-17:00
VÍNYLPLÖTUMARKAÐUR
Merkines - dagskrá
14:00-17:00
MYNDASÝNINGAR FRÁ SÖGU HLJÓMAHALLAR OG DJASS-SVEITIN ÞRÍÓ
Hvar og Hvenær?
Salur:
Stapi, Berg, Rokksafn, Merkines
Dagsetning:
Klukkan hvað?:
Miðaverð:
Kr. 0