Árshátíðir, brúðkaup o.fl.
Hljómahöll hentar undir viðburði af öllum stærðum og gerðum, hvort sem það eru stórar eða litlar árshátíðir, brúðkaupsveislur, erfidrykkjur eða annað. Stapi er stærsti salur Hljómahallar og getur hann tekið allt að 450 manns í borðhald á langborðum. Vinsælt þykir fyrir fjölmenna viðburði að nýta Rokksafn Íslands fyrir fordrykk gestanna áður en haldið er yfir í borðhald í Stapa.
Í Hljómahöll er veisluþjónusta sem leggur mikið upp úr faglegri og persónulegri þjónustu.
Nánari upplýsingar:
BÆKLINGUR UM ÁRSHÁTÍÐIR Í HLJÓMAHÖLL (25mb)
Nokkrar umsagnir:
„Þökkum frábæra árshátíð! Aðstaða og þjónusta var fyrsta flokks og stóðst allar okkar væntingar. Svakalega flott að byrja árshátíð í Rokksafninu og verður þetta ofarlega í huga sem ein besta árshátíð undanfarinna ára!“
- Samstarf, Starfsmannafélag Samkaupa
„Þetta var svo æðislegt í alla staði. Ég er svo þakklát fyrir allt sem gert var í veislunni.. tæknimennirnir eru æði.. þvílíkir snillingar og svo góð nærvera. Okkur leið eins og kóngafólki og við þökkum ykkur svo innilega fyrir allt sem þið gerðuð fyrir okkur! Við erum enn í sæluvímu hvað allt gekk vel og allt svo fallegt. Enn og aftur, takk fyrir allt! Þið eruð snillingar!“ -Brúðhjón sem héldu brúðkaupsveislu sína í Stapa.
„Takk fyrir allt saman! Þetta var algerlega frábært og þið eruð öll framúrskarandi. Við erum ofboðslega þakklát fyrir alla aðstoðina! Innilegar kveðjur til allra sem hjálpuðu okkur í þessu – þetta er einstök þjónusta og lipurð í alla staði sem ég er nokkuð viss um að á engan sinn líkan. Það á við bæði um undirbúninginn allan og þjónustuna á meðan veislunni stóð. Innilegar þakkir fyrir okkur.“ -ummæli ánægðs viðskiptavinar sem hélt fermingaveislu barns síns í Hljómahöll.