Events
-
Eyþór Ingi á trúnó
Berg
• •Það gleður okkur að tilkynna að Eyþór Ingi Gunnlaugsson verður á trúnó í Hljómahöll þann 6. nóvember. Eyþór er einn af fremstu söngvurum þjóðarinnar og hefur eins og allir landsmenn vita einnig getið af sér gott orð fyrir magnaðar eftirhermur. Tónleikarnir fara fram í Bergi í Hljómahöll en þar kemur Eyþór fram með píanóið, gítarinn og röddina að vopni og býður upp á notalega kvöldstund þar sem tónlistarflutningurinn og einlægt spjall fara saman.
-
Pálmi Gunnars á Trúnó
Berg
• •Ekki þarf að fjölyrða um tónlistarferil Pálma enda fáir íslenskir tónlistarmenn sem eiga jafnlangan og farsælan feril og hann. Hver man ekki eftir lögum eins og Þitt fyrsta bros, Vegurinn heim og Hvers vegna varstu ekki kyrr? Og allir muna eftir Gleðibankanum, fyrsta framlagi Íslendinga í Eurovision, sem Pálmi flutti ásamt Helgu Möller og Eiríki Haukssyni
-
Már & The Royal Northern College of Music Session Orchestra
Stapi
• •Tónlistarmaðurinn og ólympíufarinn Már heldur tónleika í Hljómahöll ásamt 30 manna stórhljómsveit frá Manchester.