Events
-
Ari Eldjárn: Áramótaskop 2025 í Hljómahöll
Stapi
• •Ari Eldjárn býður þér að kveðja með sér enn eitt árið sem er að líða með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni - Áramótaskop 2025. Þetta er í níunda skiptið sem Ari kveður árið með þessum hætti og hafa færri komist að í gegnum árin en vilja. Ekki missa af þessu einstaka Áramótaskopi 2025!
-
GDRN og Magnús Jóhann - Nokkur jólaleg lög
Berg
• •Síðustu jól sló jólaplata GDRN og Magnúsar Jóhanns rækilega í gegn og var ein mest selda vínylplata landsins. Nokkur jólaleg lög, innihélt jólaperlur á borð við Yfir fannhvíta jörð, Komdu um jólin og Heim til þín. Auk þess að innihalda frumsamið lag eftir GDRN og Magnús sem KK flutti með þeim. Jólin 2025 efnir tvíeykið til töfrandi jólatónleika í Hljómahöll þar sem lög plötunnar verða flutt ásamt öðrum perlum. Tónleikarnir verða kl. 20:00 þann 14. desember. Ekki missa af friðsælu andartaki í aðdraganda jóla þar sem fögur rödd GDRN blandast mjúkum áslætti Magnúsar og nándin við tónlistina verður áþreifanleg.
-
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens
Stapi
• •Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og eru ófáir sem geta ekki hugsað sér aðventuna án þeirra.
-
Valdimar - Áramótatónleikar
• •Þá er loksins komið að hinum margrómuðu áramótatónleikum hljómsveitarinnar Valdimar! Þetta er viðburður sem er fyrir löngu orðinn að föstum lið á jólahátíðinni í Reykjanesbæ.