Logo Contact us

Pétur Jóhann óheflaður

Hinn eini sanni Pétur Jóhann Sigfússon ætlar að skella sér suður með sjó með sýninguna sína "Pétur Jóhann óheflaður" föstudagskvöldið 21. nóvember og skemmta í Hljómahöll.

Það er ekki á hverjum degi sem að þessi fáránlega fyndni og prýðisgóði piltur er með uppistand öllum opið og hvað þá í Reykjanesbæ.

Pétur er eins og alþjóð veit gríðarlega skemmtilegur og eftirsóttur uppistandari. Og þar að auki hefur hann unnið marga og stóra sigra í kvikmyndum og sjónvarpi.

Sýningin PÉTUR JÓHANN ÓHEFLAÐUR er tveggja klukkustunda uppistandssýning samin af Pétri sjálfum. Síðustu mánuði hefur hann flakkað um landið með þessa sýningu og fyllt hvert húsið á fætur öðru.

Þessi sýning er unnin í samstarfi við Hagkaup.

Forsala miða hefst mánudaginn 13. október.

Miðaverð er 2.900 í forsölu // 3.900 við hurð en fyrstu 7 daga forsölunnar verða miðarnir á sérstöku tilboði 2.500 kr.

Húsið opnar kl 20:00. Skynsamlegt er að mæta snemma til að ná góðum sætum.

Taktu kvöldið frá og græjaðu frí í vinnunni fram að jólum. Harðsperrur í maga munu orsaka fjarveru þína.

PÉTUR JÓHANN - REYKJANESBÆ - FÖSTUD. 21. NÓV - KL 21:00.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapi

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Facebook:

https://www.facebook.com/events/746219632097933/746234618763101/?notif_t=like

Miðaverð:

Kr. 2500

Kr. 2900

Kr. 3900